Sunday, March 29, 2009
yes man
Ég horfði á Yes Man um daginn og ætla að reyna að græða nokkur stig á henni. Jim Carrey er Karl, sem lifir stöðnuðu lífi. Hann vinnur í banka við að lána fólki peninga. Hann hefur gert það síðan hann man eftir sér liggur við. Hann segir alltaf NEI við öllu. Hann grípur aldrei tækifærin sem koma í lífi hans og þess vegna hefur lífið hans verið eins alveg síðan hann byrjaði að vinna. Hann á bara tvo vini annar þeirra var að trúlofa sig og býður honum Karli að koma í trúlofunarpartí. Sá maður var leikinn af gaur sem ég held að hafi verið í einhverjum lögguþætti á RÚV. ÉG man ekki hvað hann hét, ég fylgdist ekki með honum en ég man eftir að hafa séð glitta í kauða og var mjög lengi að koma því fyrir mig hvaðan. Hann á annan við sem er þarna gaurinn með afróið í That 70s show. Ég man eftir því að hafa lesið það einhvern tímann að hann sé bróðir gaurisns sem lék elsta bróðurinn í Malcom in the Middle sem er mjög skemmtileg staðreynd. Mig hafði alltaf minnt að það hafi verið Neil Patrick Harris sem hafði leikið elsta bróðurinn í Malcom in the Middle en wikipedia segir mér að svo sé ekki. En nóg um það. Allavega. Jim Carrey er alltaf að reyna að forðast vini sína og það endar með því að hann rekst fyrir slysni á þennan vin sinn sem var að trúlofa sig og hann býður honum í partíið og hann segist ætla að koma. En nei hann mætir ekki og þá rennur upp fyrir honum að ef líf hans heldur svona áfam á hann eftir að enda einn og yfirgefinn með ömurlegt líf. Í rauninni finnst mér ótrúlegt að það hafi ekki enn gerst því að Jim Carrey er alla vega fimmtugur held ég. Svo hittiir hann gamlan kunningja sem lítur út eins og krókódíla dundee hann er í svona khakigalla og greinilegt að hann er ævintýramaður. Hann segir honum að hann eigi þessu öllu að þakka að hann hafi farið á eitthvað Jánámskeið sem kennir fólki að segja já við öllu. Hann kíkir á þetta námskeið og fyllist af eldmóði og fer að segja já jáj já og aftur já við öllu. Endar með því að hann keyrir einhvern róna upp í skóg, gefur honum að allla peningana sína og leyfir honum að nota símann sinn þangað til að hann verður batteríslaus. Ekki nóg með það þá verður hann bensínlaus í þokkabót en hittir þá fyrir slysni gullfallega stelpu sem er leikin af Zooey Deschanel. Þau kyssast og síðan hittast þau aftur seinna. AFTUR fyrir slysni og AFTUR útaf því að hann sagði JÁ við að fara á tónleika. Þau verða ástfangin og svo byrjar þessi sama gamla rómantískragamanmyndadella eins og við öll vitum hvernig er. Fyrst er geðveikt gaman en svo kemur ietthvað upp á svo þau hætta saman og maður fær hnút í magann en síðan fer allt vel að lokum. EF ekki hefði verið fyrir gömlu góðu stælana í Jim Carrey þá hefði þessi mynd verið ömurleg vægast sagt. Þetta er eiginlega afturhvarf til svona gömlu myndanna eins og dumb and dumber. Ég veit ekki ég fíla hann dáldið í þessu Truman Show, Eternal Sunshine dæmi. Mér finnst hann eiginlega betri í þessum alvarlegu hlutverkum ég veit ekki af hverju. Það er eitt frekar fyndið líka það er gömul kona sem að býðst til að totta Jim Carrey og úta fþ´vi að hann fór a´Jánámskeið og þarf að segja JÁ við öllu þá segir hann já og þessi gamla kona tekur úr sér fölsku tennurnar og tottar hann. Þetta fékk mig til að hugsa aðeins. Jim Carrey er svona fimmtugur. Þetta hefði verið fyndið í american pie eða einhverri svona college gamanmynd. En hann er fimmtugur og þetta var kannski svona sjötug kona að totta hann. Hann er líka alveg frekar gamall. Hvað er málið. Jim Carrey var samt eiginlega eini gaurinn sem fékk tækifæri til að skapa einhverja persónu í þessari mynd, mögulega Zooey Deschanel líka. Eiginlega eina ástæðan fyirr því að hún var fín í þessari mynd líka var að hún er svo falleg. Ég held að ég sé eiginlega bara ´ástfanginn af henni. En hún var smt ekkert spes í þessari mynd og þegar ég hugsa til þess þá man ég eiginlega ekkert eftir neinni mynd sem hún hefur verið eitthvað sérstaklega góð í. Hún er bara allataf þarna og er svona forvitnilega sæt einhvern veginn. Og síðan var það That 70s show gaurinn sem var eiginlega bara hræðilegur í þessari mynd. Hann var eiginlega ekki neitt hann kom í nokkrum atriðum og hann átti að vera svona gaurinn sem er alveg sama. Það hefði hæglega verið hægt að sleppa þessu hlutverki. Hann var alltaf þarna eins og krækiber í helvíti. Það er ekki séns að Jim Carrey yrði vinur þessa manns. Hann er sennilega bara vinur leikstjórnas eða eitthvað og grátbað hann um að skrifa sig inn í myndina. En annars gerði hann ekki neitt. Eina ástæðan fyrir því að ég man eftir honum var að ég kannaðist við andlitið á honum. Þetta hefði verið eðliegt ef hann hefðiverið bara einhver aukapersóna en hann var kynntur einhvern veginn sem svona aðalaukapersóna alveg eins og hinn vinur hans en sá gaur spilaði í raun mun stærri rullu. Það hefði líka gefið meira svona impact ef að sá trúlofaði hefði verið eini vinur hans. Þá hefði það verið þannig að þegar hann mætti ekki í trúlofunina og gaurinn sleit vinaböndunum þá hefði hann þurft að taka sig almennilega saman í andlitinu. Þetta meikaði eiginlega bara ekki sens að hafa that70sshow með í myndinni. Þetta er eiginlega bara skref afturábak fyrir Jim Carrey. Ég var að fíla það svo mikið að hann væri farinn að gera svona almennilegar myndir aftur. Ef það hefði ekki verið fyrir alla fyndnu taktana hans þá hefði þetta verið alveg fáránlega leiðinleg mynd og ég hefði sennilega gefist upp á henni í miðjum klíðum. Þegar ég horfi á svona myndir þá reyni ég að horfa á þær algjörlega með engum væntingum og þá nýt ég þeirra yfirleitt. En maður á eiginlega að búast við meira af Jim Carrey það er ekki annað hægt. Dumb and Dumber, Ace Ventura, the Mask og svo man ég eftir einni sem ég leigði einu sinni á Laugarás sem hét Earth Girls are Easy. Hún var með honum og Jeff Goldblum og var mjög fyndin. Hann gat einu sinni gert góðar svona myndir. Eina sem mér dettur í hug og það er eiginlega að hann hafi farið á eitthvaðsvona námskeið sjáflur og orðið að segja já við handritinu. Nei þetta var alveg ömurlegur brandari hann var eiginlega það ömurlegur að það hann var ekki einu sinni svona ömurlega fyndinn. Ég biðst afsökunar á því. Ég vil líka biðjast afsökunar á þessari ringulreið. Þetta var skrifað allt í nánast einu flæði og ég nenni eiginlega ekki að skipta þessu niður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Frekar óskipulögð færsla og soldið mikil endursögn. 5 stig.
Post a Comment