Við tókum upp stuttmynd um helgina, ekki núna um helgina heldur þarsíðustu helgi. Með mér í hópnum voru Jóhanna, Jóhann og Gunnar. Við hittumst á fimmtudeginum og ætluðum að smíða einhverja hugmynd en engum datt neitt í hug. Eina sem við töluðum um eiginlega var að okkar datt ekki neitt í hug. En Ásta Fanney var að teikna á Jóhann og hún byrjaði að koma með hugmyndir á fullu útaf því að við vorum svo geld. Hún kom með helling af hugmyndum og þar bar hæst hugmynd um að gera páskamynd. Ég hafði eitthvað viðrað hugmyndir að gera mynd um geðveikan vísindamann og aðstoðarmann hans og svo komst ég í alveg þvílíkan eldmóð og fór að splæsa þessar hugmyndir saman. Ég kom heim úr skólanum í þvílíku stuði og byrjaði að skrifa hugmyndina niður á blað. Svo skrifaði ég þetta upp í tölvuna og fannst þetta allt alveg frábært. Ég prentaði þetta út og svo þegar við hittumst á laugardeginum til að ákveða þetta allt saman þá féll þetta í grýttan jarðveg hjá hópfélögum mínum. Eftir á að hyggja var þetta kannski ekkert frábær hugmynd, kannski dáldið dæmigerð en það var eiginlega það sem heillaði mig mest við hana. Ég fíla dáldið svona hluti sem eru svona fáránlegar klisjur. En allavega, svo að öll þessi vinna verði ekki til einskis ákvað ég að birta allt heila klabbið hérna og reyna kannski að fá nokkur stig í sarpinn í leiðinni.
Meðaljón sér auglýsingu í blaði þar sem óskað er eftir aðstoðarmanni vísindamanns. Hann fer að hitta vísindamanninn og hann fær starfið. Það er allt mjög dularfullt. Það kemur í ljós að þetta er brjálaður vísindamaður. Hann ætlar að eyðileggja páskana með því að skemma páskaeggjavélnia í nóa síríus. Hann setur aðstoðarmanninn í kjarnakljúf til að drepa hann og segir honum sögu sína, hann mátti aldrei fá páskaegg þegar hann var lítill. En aðstoðarmaðurinn breytist í ofurhetju og síðan fer hann í nóa siríus og ætlar að stoppa hann. Þeir takast á hellingur af sfx og þeir eru að berjast með geðveikt svölum hætti. Brjálaða vísindamanninum tekst að sprengja nóa síríus en hetjan sleppur með mótið eina og bjargar páskunum!
Atriði 1. Dramatík. það var aðeins eitt páskaeggjamót til sem skapaði öll páskaegg á íslandi og skapaði páskana! Það er enn notað til að skapa öll páskaegg í nóa siríus.
Atriði 2. Hversdagslegt, morgun heima, meðaljón að borðar serios. Hann fer að lesa blaðið. Hann rekst á smáauglýsingu, Aðstoðarmaður vísindamanns óskast. Hann er mögulega með einhvern hvata til að fá sér starf? Var hann rekinn frá nóa siríus? Þarf hann að sanna sig?
Atriði 3. Hann fer á fund hjá brjálaða vísindamanninum, stut viðtal?, Hann fær starfið og fær slopp og eitthvað shit, þeir eru þarna eitthvað að vinna. Tæknidót. Sýnir honum kjarnakljúf. Svo fer hann að vinna. Hann er að sópa og finnur einhvern leynistað. Þar era ð finna helling af blueprints og lýsing á því hvernig hann ætlar að eyða Nóa siríus. og hann kemst fyrir slysni að því að hann ætlar að eyða nóa siríus af því að hann hatar páskana!.
Atriði 4. Hann era ð segja frá því hvað hann hatar páskana og kemur flashback. Gömul skrifstofa með helling af gömlu dóti. Eldri maður sem era ð skamma hann. Segier honum að hann má aldrei fá páskaegg af því að þau eru óholl. Hann svarar “allir hinir krakkarnir mega fá páskaegg nema ég?” Gamli tekur það ekki í mál og fer bara að skamma hann. Læsir hann inn í kompu eða eitthvða. Óbeit á páskunum!
Atriði 5. Kemur í ljós að þetta er brjálaður vísindamaður. visindi nær að yfirbuga gaurinn og setur hann inn í kjarnakljúf! Hann er að fara að deyja! En nei hann deyr ekki hann breytist í ofurhetju! Flýgur upp í loftið og bamm lendir á gangstéttinni og brýtur hana special effects. Gerir eitthvað shit rústar einhverju eða eittthvað hann er allavega kominn með ofurkrafta. Hann veit að brjálaði vísindamaðurinn ætlar að eyða nóa síríus og ákveður að stoppa hann!
Atriði 6. Vísindamaðurinn er kominn í nóa siríus og ætlar að eyða mótinu eina. Hann setur sprengju í nóa siríus og svo confrontar hetjan hann. Þeir berjast heillengi með miklum tæknibrellum . Brjálaða manninum tekst að sprengja nóa síríus en hetjan kemst burt með mótið eina. Vísindamaðurinn deyr en hetjan bjargar deginum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ágæt færsla. Skemmtileg hugmynd. 6 stig.
Post a Comment