Tuesday, March 31, 2009

Mad Detective

Myndin sem við horfðum á síðasta föstudag var mad detective. Mér finnst dáldið fyndið að einmitt þær myndir sem við erum búin að horfa á svona eftir jól sem hafa staðið upp úr hjá mér hafa verið asískar. Eða allavega þær sem eru mér í fersku minni. Kannski að cutting edge sé eina önnur myndin sem ég hef haft virkilega gaman að. Þessi hátíðarsalur hefur einhvern veginn þau áhrif á mig að þegar ég sest þarna og horfi á myndir þá finnst mér þær nánast ósjálfrátt vera alveg óskaplega niðurdrepandi og langar mest af öllu til þess að komast bara beint út í sólskinið. Hin asíska myndin sem ég man ekki alveg hvað hét byrjaði geðveikt vel, en leystist svo bara út í einhverja vitleysu. Ég man að þegar það var eitthvað bardagaatriði inni í einhverju hofi eða eitthvað svoleiðis þá sofnaði ég. Það hefur dáldið loðað við föstudagstímana í vetur að vera svona á milli svefns og vöku. Reyndar þegar ég hugsa til bara þá var hin asíska myndin þarna með öllu kungfuinu alveg frekar niðurdrepandi líka. En ég sofnaði ekkert yfir Mad Detective.

Hann var svo fyndinn gamli kallinn sem skar af sér eyrað í byrjun. Geðveiki rannsóknarlögreglumaðurinn. Ég átti líka dáldið erfitt stundum með að átta mig á gangi mála. Því textinn var oft svo fljótur. Mér finnst þetta líka vera það óþægilegasta við að horfa á myndir sem ég hvorki eru á ensku né íslensku að maður þarf alltaf að vera að fylgjast svo grannt með textanum til að átta sig á hlutunum en þá er erfiðara að sjá hvað er í gangi í afganginum á skjánum á meðan. Svo var þessi mynd dáldið ruglingsleg og svo var hún dáldið myrk svo hún var alveg fínn kandídat í niðurdrepandi mynd. En það sem bjargaði henni fyrir horn var eiginlega hvað hún var hress og gerðist hratt. Þetta var líka bara svo sérstakt efni sem hún fjallaði um að maður komst eiginlega ekki hjá því að fylgjast með. Ég skal samt viðurkenna að þótt hún hafi verið svona hröð og hress og stutt reyndar líka þá var ég aðeins orðinn eirðarlaus undir lokin af því að það hægðist dáldið á henni þá. Endirinn var dáldið lengi á leiðinni.

Í byrjun fannst mér rosalega ruglingslegt þegar maður fékk að sjá það sem geðveiki rannsóknarmaðurinn sá. Þegar hann sá sjö manneskjur í kallinum þarna. Það var líka dáldið skrítið að við vissum eiginlega allan tímann að þessi gaur væri vondi kallinn. Það sem var eiginlega mest spennandi var að vita hvernig þeir myndi sanna það, sem þeir gerðu í rauninn ekki eða samt ég veit ekki. Kannski var bara mest spennandi að sjá hvernig rættist úr þessu. Annað sem fór dáldið í mig að þeir voru allir svo líkir. Ég átti það til að rugla rannsóknarlögreglumönnum saman, eiginlega eini sem var einstakur var þessi klikkaði. En ég ruglaði dáldið saman vini hans, vonda kallinum og þeim horfna. Sérstaklega í byrjun. Líka í atriðinu þar sem hann hvarf í skóginum, þegar hann var að elta indverska manninn þá átti ég í erfiðleikum með að átta mig á hvað væri eiginlega í gangi.

Annars var þetta bara mjög skemmtileg mynd. Eiginlega bara best af þeim sem við höfum séð í vor. Þó ekki skemmtilegri en klippiheimildarmyndin. En þess má geta að ég sá ekki The Thing. Já, Siggi ég var að velta því fyrir mér í þeim tíma, The Thing tímanum þá vorum við í íslenskri erfðagreiningu í heimsókn. Ég var ekki alveg viss hvernig það var en, Margrét sagði að þú ætlaðir að sleppa okkur með skróp útaf því. Bara að tékka á því. Hmm.. reyndar man ég lítið eftir myndunum sem við erum búin að vera að horfa á, hafa kannski ekkert verið svo margar núna í vor, ég veit það ekki.

1 comment:

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 6 stig.

Ég hélt ég hefði gefið þér mætingu (eða árekstur, man ekki hvort) fyrir tímann sem The Thing var sýnd í.