
Jæja þetta er framhald af fyrri færslu þar sem ég skrifaði um fyrirlestur Yung Chang um heimildarmyndagerð og heimildarmynd sína Upp Yangtze-fljótið.
Myndin fjallar fyrst og fremst um breytingar á kínversku samfélagi. Brandari sem sagður er af kínverskum starfsmanni í ferju sem siglir um fljótið endurspeglar þær breytingar. Hann var svo hljóðandi. Bandaríkin og Kína eru að keyra eftir götu. Brátt koma þeir að gatnamótum og ef þeir beygja til vinstri fara þeir í átt að kommúnisma og ef þeir beygja til hægri fara þeir í átt að kapítalisma. Bandaríkin leggja til að beygja til hægri. Kína gerir það með því skilyrði að þeir gefa stefnuljós til vinstri.
Við byrjum á ferju sem er að sigla upp skipastiga. Þetta er skipastiginn í Three Gorges Dam stærstu vatnsvirkjun í heimi sem er í framkvæmd í Kína. Við erum stödd á kveðjusiglingu. Síðasta tækifæri til að sjá það land sem mun verða fljótsbotn þegar st

Mér fannst myndin virkilega góð. Kannski eyðilagði fyrir að hafa verið á klukkustundarlöngum fyrirlestri um allar pælingarnar á bak við myndinni fyrr um daginn en ég féll hreinlega fyrir henni. Hún nær algerlega að grípa tilfinningar persónanna en samt er þetta einhvern veginn hlutlæg sýn á þær. Hún sýnir á einlægan hátt um afleiðingar þessarar stíflu á fólkið og verður hvorki of persónuleg né ekki nógu persónuleg.
Að lokum má sjá trailerinn af heimildarmyndinni Upp Yangtze-fljótið.
1 comment:
Fín færsla. 5 stig.
Ég ætlaði nú ekki á þessa, en nú er ég ekki viss. Mér finnst þetta nefnilega soldið áhugavert viðfangsefni, hef m.a. séð leikna mynd um fólkið á svæðinu (hún heitir Still Life og var nokkuð góð).
Post a Comment