Sunday, January 25, 2009

Sólskinsdrengur

Ég fór á Sólskinsdreng daginn fyrir heimsókn Friðriks. Mér þótti hún góð. Í Byrjun þá hélt ég samt að þetta væri eitthvað bölvað Íslandsrúnk. Þau með Kela í íslenskri náttúru og svo fóru þau með hann í Bláa lónið og eitthvað. Mér fannst þetta eitthvað svo asnalegt. Fyrir hlé fannst mér hún líka vera svona lala. Ég var dáldið þreyttur og þrátt fyrir að ég hafði áhuga á að fylgjast með henni þá neita ég ekki að ég hafi dottað aðeins yfir henni. En í hléinu þá fór ég á salernið og göngutúrinn hlýtur að hafa hresst mig við því eftir hlé þá þurfti ég ekki einu sinni að einbeita mér að því að fylgjast með.

Ég var gjörsamlega heillaður af indversku konunni. Þolinmæðin sem hún býr yfir var alveg ótrúleg. Strákarnir sem voru með tölvurnar að tala um hvað þeir voru nú flottir voru líka skemmtilegir. En langbesti parturinn af myndinni var í lokin. Þegar Keli var að tjá sig í fyrsta skiptið. Það var svo mikilfenglegt að ég táraðist þegar ég sá það gerast maður. Alveg ótrúlegt líka að hann skuli hafa skilið ensku. En öll dramatíkin í lokin gerði þessa mynd frábæra. Ég man ekki hvort það hafi verið Siggi Palli sem sagði það eða Kínverski gaurinn sem ég sá einhvern fyrirlestur hjá á Riff að góð heimildarmynd þyrfti bara tvö eða þrjú frábær dramatísk atriði það sem kæmi á milli væri bara fyllingarefni. Þessi mynd hafði allavega eitt og eflaust fleiri. Myndin var líka mjög fræðandi. Margt þarna kom mér mjög á óvart. Svo var hún Temple líka mjög flott. Ég talaði við mömmu um þetta og hún hefur lesið bókina eftir hana. Þetta er víst alveg ótrúlegt líf sem hún hefur lifað.

Mér þótti heimsóknin hans Friðriks ágæt. Hann er greinilega mjög skemmtilegur maður. En hann talaði dáldið mikið bara um einhverfu og náttúrulega viðfangsefnin og svona en talaði svo lítið um gerð myndarinnar og bara kvikmyndagerð almennt. Það hefðu alveg mátt vera minni sögur af stráknum í bekknum hans sem var örugglega einhverfur og meira af umræðu um kvikmyndagerð. Persónulega þótti mér skemmtilegra að heyra sögurnar en við hefðum eflaust lært meira á því að tala við hann um hitt.

1 comment:

Siggi Palli said...

Fín færsla. 5 stig.

Það var a.m.k. ekki ég sem talaði um að allt sem þyrfti til væru 2-3 frábær atriði. Hins vegar er frægt kvót eftir Howard Hawks þar sem hann segir að allt sem þurfi til þess að gera góða bíómynd (sama hvort um sé að ræða heimildamynd eða leikna mynd) séu 2-3 frábær atriði.