Tuesday, September 30, 2008
Upp Yangtze-fljótið II: kvikmyndin sjálf
Jæja þetta er framhald af fyrri færslu þar sem ég skrifaði um fyrirlestur Yung Chang um heimildarmyndagerð og heimildarmynd sína Upp Yangtze-fljótið.
Myndin fjallar fyrst og fremst um breytingar á kínversku samfélagi. Brandari sem sagður er af kínverskum starfsmanni í ferju sem siglir um fljótið endurspeglar þær breytingar. Hann var svo hljóðandi. Bandaríkin og Kína eru að keyra eftir götu. Brátt koma þeir að gatnamótum og ef þeir beygja til vinstri fara þeir í átt að kommúnisma og ef þeir beygja til hægri fara þeir í átt að kapítalisma. Bandaríkin leggja til að beygja til hægri. Kína gerir það með því skilyrði að þeir gefa stefnuljós til vinstri.
Við byrjum á ferju sem er að sigla upp skipastiga. Þetta er skipastiginn í Three Gorges Dam stærstu vatnsvirkjun í heimi sem er í framkvæmd í Kína. Við erum stödd á kveðjusiglingu. Síðasta tækifæri til að sjá það land sem mun verða fljótsbotn þegar stíflan verður tekin í notkun. Á siglingunni eru nánast einungis ríkir ferðamenn frá Vesturlöndum en allt starfsfólkið er kínverskt. Næst kynnumst við kínverskri bændafjölskyldu. Þau búa í hrörlegum kofa við bakka fljótsins. Þau eru hjón með þrjú börn. Elsta dóttirin sem er sextán ára er á síðasta ári í grunnskóla. Fjölskyldan lifir á því að rækta grænmeti á landi sem mun brátt sökkva undir fljótið. Þá neyðast þau til að flytja í borgina og þá hafa þau ekkert lifibrauð því hjónin eru bæði ólæs og kunna ekki aðra iðju en grænmetisrækt. Það er einungis ein lausn á málinu og það er að elsta dóttirin verði send að vinna á ferjunni þegar hún er búin með skólann og vinni þannig fyrir fjölskyldu sinni. Við kynnumst líka ungum manni sem er líka að fara að vinna á ferjunni. Fjölskylduaðstæður hans eru ólíkar bændafjölskyldunnar. Hann er af vel stæðu fólki kominn og er með háleita drauma. Hann er samt hrokafullur og lítur niður á alla samstarfsmenn sína.
Mér fannst myndin virkilega góð. Kannski eyðilagði fyrir að hafa verið á klukkustundarlöngum fyrirlestri um allar pælingarnar á bak við myndinni fyrr um daginn en ég féll hreinlega fyrir henni. Hún nær algerlega að grípa tilfinningar persónanna en samt er þetta einhvern veginn hlutlæg sýn á þær. Hún sýnir á einlægan hátt um afleiðingar þessarar stíflu á fólkið og verður hvorki of persónuleg né ekki nógu persónuleg.
Að lokum má sjá trailerinn af heimildarmyndinni Upp Yangtze-fljótið.
Upp Yangtze-fljótið
Í dag fór ég á fyrirlestur leikstjórans Yung Chang og einnig á sýningu myndar hans Upp Yangtze-fljótið sem hann var viðstaddur og svaraði spurningum í lok myndarinnar.
Fyrirlesturinn byrjaði Yung á að kynna sig. Hann er ungur kanadískur leikstjóri af kínverskum uppruna. Hann lærði kvikmyndagerð í Concordia-háskóla í Montreal í Kanada og er nýlega útskrifaður þaðan. Upp Yangtze-fljótið er önnur heimildarmyndin hans en fyrsta myndin hans heitir Earth to Mouth og fjallar um kínverska bændur í Kanada sem rækta kínverskt grænmeti með hjálp mexíkóskra verkamanna. Hann minntist á að í þeirri mynd væri bara töluð kínverska og spænska.
Eftir kynninguna færði hann sig yfir í nýju myndina sína. Innblástur fyrir myndinni fékk hann í ferðalagi um Kína sem hann fór með afa sínum árið 2002. Afi hans var í kínverska þjóðernisflokknum fyrir byltinguna 1949 og flúði til Kanada eftir hana. Þeir fóru í siglingu upp Yangtze-fljótið í leit að æskuslóðum afa hans. Siglingar sem þessar eru kallaðar kveðjusiglingar (farewell tours) því þar er verið að byggja gríðarstórt raforkuver og því fylgir stærsta stífla sem byggð hefur verið. Þessari stíflu fylgir uppistöðulón sem er yfir þúsund ferkílómetrar. Vegna lónsins þurfa tvær milljónir manna að flytjast búferlum og Yung minntist á að jafnvel tvær milljónir manna í viðbót þurfi að flytja. Við afa hans blasti ný Kína sem var gerólík því sem hann yfirgaf árið 1949.
Þessir miklu búferlaflutningar heilluðu Yung sem datt í hug að gera heimildarmynd um mannlegu hliðina á framkvæmdunum. Hann vildi fylgjast með fólkinu sem framkvæmdin hafði mest áhrif á. Fólkinu sem býr á því svæði sem fer undir uppistöðulónið. Hann endaði með því að fylgja nokkrum viðfangsefnum sem allir tengdu ferjufyrirtæki sem sá um þessar kveðjuferðir. Í endanlegri útgáfu myndarinnar er fylgst með fátækri bændafjölskyldu, en dóttir þeirra vann hjá ferjufyrirtækinu og 19 ára miðstéttar skólastrák sem var úr vel stæðri fjölskyldu. Einnig vildi hann grípa þær breytingar sem eru að eiga sér stað í Kína. Breytingar frá sjálfsþurftar bændasamfélagi til nútíma vestræns neyslusamfélags. Á árunum 2002-2006 fór hann nokkrar ferðir til Kína til að taka upp efni til að sýna framleiðslufyrirtækjum til að fá fjármagn fyrir myndinni. Sumt af þessu efni endaði í endanlegri útgáfu myndarinnar. Yung lýsti því yfir að í heimildarmyndum sínum reyni hann að forðast það að vera líkt og blaðamaður eða fréttamaður. Hann vill grípa tilfinningar viðfangsefnanna og endurspegla raunveruleikann eins og hann er.
Næst fór Yung í tæknilegu hliðarnar. Kvikmyndina tók hann með Panasonic P2 HD myndtækni. Á þeim tíma sem myndin var gerð voru einungis til 8 gígabæta minniskubbar í myndavélina sem taka bara um 10 mínútur af efni svo hann þurfti að vera stöðugt að skipta um kubba (Hann sagðist hafa tekið 200 klukkustundir af myndefni sem þýðir að hann hefur þurft að skipta 1200 sinnum um minniskubb). Hann notaðist aðeins við kínverskt tökulið og reyndi alltaf að hafa það eins fámennt og hann gat. Þegar hann var að taka á landi var hann oftast bara með 3 manna tökulið (hljóðmann, aðstoðarmann og sig sjálfan) en þegar hann var að taka um borð í ferjunni gat hann leyft sér að að notast við 5-6 manns. Hann notaðist einungis við kínverskt tökulið því hann vildi ekki vera að brjótast inn í heim fólksins heldur vera hluti af honum.
Áður en hann hóf tökur eyddi hann tíma með viðfangsefnum sínum til að kynnast þeim og byggja traust svo þau væru opnari fyrir myndavélinni. Til dæmis eyddi hann mánuði með fjölskyldunni áður en hann hóf tökur. Hann talaði um spurningatækni sem var nytsamleg í heimildarmyndagerð. Að finna einhverjar undirliggjandi tilfinningar hjá fólki og spyrja þau óbeint út í þær og leyfa þeim að tjá tilfinningar sínar sjálft. Hann sýndi myndbrot úr myndinni þar sem hann hafði áður spurt 16 ára stelpu í fjölskyldunni sem átti að fara að vinna hjá ferjufyrirtækinu hvort hún vissi að heimili þeirra myndi fara undir vatn. Þá spurði hún foreldra sína hvað þau myndu gera og komst að því að hún yrði að vera fyrirvinna heimilisins því bæði væru þau ólæs og áttu litla atvinnumöguleika annars staðar. Þett var mjög tilfinningaríkt móment og minntist hann á að til að gera góða heimildarmynd þá þarf bara þrjú svona móment og eitthvað til að fylla upp í inn á milli.
Hann fjallaði um mikilvægi tónlistar í heimildarmyndum og hvernig hún getur skapað stemninguna í myndinni. Hann sagði að kanadískur vinur hans sem sá um tónlistina í myndinni hafi gefið honum geisladisk með tónlist sem hann hélt að gæti passað inn í myndina. Þetta var allt frá þýsku rafpönksveitinni Can til klassískrar tónlistar. Á endanum held ég að öll tónlistin hafi verið frumsamin fyrir myndina.
Hann talaði um mikilvægi þess að myndin sýndi ekki bara vesældina sem fylgir breytingunum og sýna ekki bara viðfangsefnin í því ljósi að allt sé ömurlegt þrátt fyrir að það sé nánast þannig. Það verður líka að vera húmor og sum atriði í myndinni sjálfri voru mjög fyndin. Hann benti líka á að þegar maður gerir heimildarmynd þá þarf myndavélin ekki alltaf að beinast að þeim sem viðtalið er tekið. Í umhverfinu er stundum hlutir sem eru jafnvel betur við hæfi en persónan sjálf. Hann benti líka á mikilvægi þess að hljóðið sé gott en myndatakan sjálf er ekki alltaf það mikilvægasta. Ef hljóðið er gott er það nothæft og það er hægt að setja eitthvað annað í myndrásina en ef hljóðið er slæmt þá er klippan algjörlega ónothæf. Hann benti á það að hann gat sagt söguna frá þremur sjónarhornum. Sjónarhorni kínverjans, sjónarhorni ferðamanns og einnig frá sínu eigin sjónarhorni sem kínverskur kanadamaður sem talar bæði ensku og kínversku og er eiginlega með aðra löppina í hvoru landi. Í myndinni reyndi að hann nota öll þrjú sýnishornin.
Þar sem þessi færsla er kannski í lengra lagi hef ég ákveðið að skrifa sér færslu um myndina sjálfa.
Fyrirlesturinn byrjaði Yung á að kynna sig. Hann er ungur kanadískur leikstjóri af kínverskum uppruna. Hann lærði kvikmyndagerð í Concordia-háskóla í Montreal í Kanada og er nýlega útskrifaður þaðan. Upp Yangtze-fljótið er önnur heimildarmyndin hans en fyrsta myndin hans heitir Earth to Mouth og fjallar um kínverska bændur í Kanada sem rækta kínverskt grænmeti með hjálp mexíkóskra verkamanna. Hann minntist á að í þeirri mynd væri bara töluð kínverska og spænska.
Eftir kynninguna færði hann sig yfir í nýju myndina sína. Innblástur fyrir myndinni fékk hann í ferðalagi um Kína sem hann fór með afa sínum árið 2002. Afi hans var í kínverska þjóðernisflokknum fyrir byltinguna 1949 og flúði til Kanada eftir hana. Þeir fóru í siglingu upp Yangtze-fljótið í leit að æskuslóðum afa hans. Siglingar sem þessar eru kallaðar kveðjusiglingar (farewell tours) því þar er verið að byggja gríðarstórt raforkuver og því fylgir stærsta stífla sem byggð hefur verið. Þessari stíflu fylgir uppistöðulón sem er yfir þúsund ferkílómetrar. Vegna lónsins þurfa tvær milljónir manna að flytjast búferlum og Yung minntist á að jafnvel tvær milljónir manna í viðbót þurfi að flytja. Við afa hans blasti ný Kína sem var gerólík því sem hann yfirgaf árið 1949.
Þessir miklu búferlaflutningar heilluðu Yung sem datt í hug að gera heimildarmynd um mannlegu hliðina á framkvæmdunum. Hann vildi fylgjast með fólkinu sem framkvæmdin hafði mest áhrif á. Fólkinu sem býr á því svæði sem fer undir uppistöðulónið. Hann endaði með því að fylgja nokkrum viðfangsefnum sem allir tengdu ferjufyrirtæki sem sá um þessar kveðjuferðir. Í endanlegri útgáfu myndarinnar er fylgst með fátækri bændafjölskyldu, en dóttir þeirra vann hjá ferjufyrirtækinu og 19 ára miðstéttar skólastrák sem var úr vel stæðri fjölskyldu. Einnig vildi hann grípa þær breytingar sem eru að eiga sér stað í Kína. Breytingar frá sjálfsþurftar bændasamfélagi til nútíma vestræns neyslusamfélags. Á árunum 2002-2006 fór hann nokkrar ferðir til Kína til að taka upp efni til að sýna framleiðslufyrirtækjum til að fá fjármagn fyrir myndinni. Sumt af þessu efni endaði í endanlegri útgáfu myndarinnar. Yung lýsti því yfir að í heimildarmyndum sínum reyni hann að forðast það að vera líkt og blaðamaður eða fréttamaður. Hann vill grípa tilfinningar viðfangsefnanna og endurspegla raunveruleikann eins og hann er.
Næst fór Yung í tæknilegu hliðarnar. Kvikmyndina tók hann með Panasonic P2 HD myndtækni. Á þeim tíma sem myndin var gerð voru einungis til 8 gígabæta minniskubbar í myndavélina sem taka bara um 10 mínútur af efni svo hann þurfti að vera stöðugt að skipta um kubba (Hann sagðist hafa tekið 200 klukkustundir af myndefni sem þýðir að hann hefur þurft að skipta 1200 sinnum um minniskubb). Hann notaðist aðeins við kínverskt tökulið og reyndi alltaf að hafa það eins fámennt og hann gat. Þegar hann var að taka á landi var hann oftast bara með 3 manna tökulið (hljóðmann, aðstoðarmann og sig sjálfan) en þegar hann var að taka um borð í ferjunni gat hann leyft sér að að notast við 5-6 manns. Hann notaðist einungis við kínverskt tökulið því hann vildi ekki vera að brjótast inn í heim fólksins heldur vera hluti af honum.
Áður en hann hóf tökur eyddi hann tíma með viðfangsefnum sínum til að kynnast þeim og byggja traust svo þau væru opnari fyrir myndavélinni. Til dæmis eyddi hann mánuði með fjölskyldunni áður en hann hóf tökur. Hann talaði um spurningatækni sem var nytsamleg í heimildarmyndagerð. Að finna einhverjar undirliggjandi tilfinningar hjá fólki og spyrja þau óbeint út í þær og leyfa þeim að tjá tilfinningar sínar sjálft. Hann sýndi myndbrot úr myndinni þar sem hann hafði áður spurt 16 ára stelpu í fjölskyldunni sem átti að fara að vinna hjá ferjufyrirtækinu hvort hún vissi að heimili þeirra myndi fara undir vatn. Þá spurði hún foreldra sína hvað þau myndu gera og komst að því að hún yrði að vera fyrirvinna heimilisins því bæði væru þau ólæs og áttu litla atvinnumöguleika annars staðar. Þett var mjög tilfinningaríkt móment og minntist hann á að til að gera góða heimildarmynd þá þarf bara þrjú svona móment og eitthvað til að fylla upp í inn á milli.
Hann fjallaði um mikilvægi tónlistar í heimildarmyndum og hvernig hún getur skapað stemninguna í myndinni. Hann sagði að kanadískur vinur hans sem sá um tónlistina í myndinni hafi gefið honum geisladisk með tónlist sem hann hélt að gæti passað inn í myndina. Þetta var allt frá þýsku rafpönksveitinni Can til klassískrar tónlistar. Á endanum held ég að öll tónlistin hafi verið frumsamin fyrir myndina.
Hann talaði um mikilvægi þess að myndin sýndi ekki bara vesældina sem fylgir breytingunum og sýna ekki bara viðfangsefnin í því ljósi að allt sé ömurlegt þrátt fyrir að það sé nánast þannig. Það verður líka að vera húmor og sum atriði í myndinni sjálfri voru mjög fyndin. Hann benti líka á að þegar maður gerir heimildarmynd þá þarf myndavélin ekki alltaf að beinast að þeim sem viðtalið er tekið. Í umhverfinu er stundum hlutir sem eru jafnvel betur við hæfi en persónan sjálf. Hann benti líka á mikilvægi þess að hljóðið sé gott en myndatakan sjálf er ekki alltaf það mikilvægasta. Ef hljóðið er gott er það nothæft og það er hægt að setja eitthvað annað í myndrásina en ef hljóðið er slæmt þá er klippan algjörlega ónothæf. Hann benti á það að hann gat sagt söguna frá þremur sjónarhornum. Sjónarhorni kínverjans, sjónarhorni ferðamanns og einnig frá sínu eigin sjónarhorni sem kínverskur kanadamaður sem talar bæði ensku og kínversku og er eiginlega með aðra löppina í hvoru landi. Í myndinni reyndi að hann nota öll þrjú sýnishornin.
Þar sem þessi færsla er kannski í lengra lagi hef ég ákveðið að skrifa sér færslu um myndina sjálfa.
Thursday, September 25, 2008
RIFF: dagur 1
Jæja RIFF hófst í gær og í tilefni af því ákvað ég að eyða kvöldinu í fjórða sal Regnbogans.
Berlín kallar
Þessi mynd fjallar um þýska plötusnúðinn Martin sem kallar sig DJ Ickarus. Við fylgjumst með honum þegar hann er nýkominn heim til Berlínar eftir tónleikaferðalag með kærustu sinni og umboðsmanni Mathilde. Eftir ærlegt heimkomudjamm vaknar Martin á geðsjúkrahúsi. Í e-töflunni sem hann tók kvöldið áður hafði verið lífshættulegt ofskynjunarlyf. Kærastan fer frá honum og platan sem hann hefur verið að gera er sett á ís. Nú þarf Martin að taka sig saman í andlitinu og koma lífi sínu á réttan kjöl á ný.
Mér fannst þessi mynd vera alveg ágæt. Tónlistin var mjög stór partur af henni og gaf myndinni mjög góðan fíling. Samkvæmt heimasíðu hátíðarinnar er sá sem leikur Martin raunverulegur plötusnúður og sá sjálfur um tónlistina í myndinni. Hann virkar mjög vel í hlutverkinu og sennilega er reynsla hans ástæða þess að hann var svona góður. Þrátt fyrir að myndin hafi verið alvarleg þá var hún alveg lúmskt fyndin því Martin var svo sjálfselskur og hégómagjarn að maður gat ekki annað en brosað. Aðrar personur í myndinni voru góðar en mér fannst kærastan hans ekki vera alveg nógu þétt í hlutverkinu. Mér fannst hún vera fjarlæg, en kannski var það þannig sem maður átti að skynja hana, þegar ég hugsa til þess þá get ég ekki ímyndað mér hana á annan máta. En ég veit það ekki það var allavega eitthvað sem gerði það að verkum að mér hálfleiddist stundum í atriðunum sem einblíndu á hana. Þau atriði sem gerðust á geðveikrarhælinu fannst mér flest vera vísanir í One flew over the cuckoo's nest. Geðlæknirinn sem sá um spítalann minnti óneitanlega á Nurse Ratched. Það var líka fyllerísatriði þar sem Martin hringdi á gleðikonur og sannfærði starfsmann á vakt að nú skyldu þeir halda ærleg partí. Endaði það með því að geðlæknirinn kom morguninn eftir og allt var í rúst. Þetta atriði var alveg mjög líkt atriði í OFOTCN og ég held að það fari ekki á milli mála að það hafi verið vísun í það.
Upprisan
Portúgölsk mynd sem stóð í bæklingnum að ætti að fjalla um missi. Ég gafst upp á henni eftir rúmar 40 mínútur. Hún var alveg svakalega hæg og oft á tíðum botnaði ég bara ekkert í því sem var í gangi. Það var vaðið úr einu í annað og það var erfitt að gera sér grein fyrir því hvað væri í gangi hverju sinni. Á þessum 40 mínútum voru ekki sögð nema kannski 20 orð, en annars ríkti bara þögn. Myndatakan var mjög flott en mér fannst close-up eiginlega vera ofnotað og það gerði það að verkum að ég átti erfitt með að gera mér grein fyrir atburðunum sem áttu sér stað. Ég ákvað að fara frekar heim og fá mér að borða en að láta mér leiðast í bíósalnum.
VIÐBÓT: Ég tók eftir því að morgun að Morgunblaðið gaf myndinni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Ég veit ekki hvort að síðari hluti myndarinnar hafi verið það frábær að hún verðskuldaði þessa einkunn eða að gagngrýndandinn hafi séð eitthvað sem ég hreinlega tók ekki eftir. Svo er auðvitað smekkur fólks misjafn. En mér finnst samt oft að einhverskonar "Nýju fötin keisarans" heilkenni hrjái fólk þegar það horfir á myndir sem eiga að teljast "listrænar". Að því finnist myndin svona frábær hreinlega af því að upplýstu fólki á að finnast hún frábær. En ég veit ekki, þetta eru bara vangaveltur.
Rannsóknarmaðurinn
Ungversk mynd um fámála og svipbrigðasnauða krufningalækninn Tibor. Móðir Tibors er með krabbamein í beinmergnum og liggur deyjandi á spítala. Herbergisfélagi móður hans á spítalanum bendir honum á spítala í Svíþjóð þar sem hún getur fengið rétta meðhöndlun við sjúkdómnum. Hann sækir um en er synjað vegna peningaskorts. Stuttu síðar nálgast hann maður sem býður honum næga peninga fyrir aðgerðinni og meira til fyrir að fremja morð. Eftir að hann fremur morðið vakna spurningar og Tibor einsetur sér að komast að því hver það var sem lét hann fremja morðið og af hverju. Þessi mynd var mjög fyndin. Tibor er svo svipbrigðalaus og kaldur en samt einhvernveginn einlægur. Eina sem hægt er að gagnrýna er að seinni hluti myndarinnar er frekar langur og eiginlega bara frekar langdreginn en það er bætt um með góðu plotti í lokin og einkar skemmtilegu atriði sem gerist innan í höfðinu á Tibor. Í heildina litið var myndin bara afbragðsgóð skemmtun.
Berlín kallar
Þessi mynd fjallar um þýska plötusnúðinn Martin sem kallar sig DJ Ickarus. Við fylgjumst með honum þegar hann er nýkominn heim til Berlínar eftir tónleikaferðalag með kærustu sinni og umboðsmanni Mathilde. Eftir ærlegt heimkomudjamm vaknar Martin á geðsjúkrahúsi. Í e-töflunni sem hann tók kvöldið áður hafði verið lífshættulegt ofskynjunarlyf. Kærastan fer frá honum og platan sem hann hefur verið að gera er sett á ís. Nú þarf Martin að taka sig saman í andlitinu og koma lífi sínu á réttan kjöl á ný.
Mér fannst þessi mynd vera alveg ágæt. Tónlistin var mjög stór partur af henni og gaf myndinni mjög góðan fíling. Samkvæmt heimasíðu hátíðarinnar er sá sem leikur Martin raunverulegur plötusnúður og sá sjálfur um tónlistina í myndinni. Hann virkar mjög vel í hlutverkinu og sennilega er reynsla hans ástæða þess að hann var svona góður. Þrátt fyrir að myndin hafi verið alvarleg þá var hún alveg lúmskt fyndin því Martin var svo sjálfselskur og hégómagjarn að maður gat ekki annað en brosað. Aðrar personur í myndinni voru góðar en mér fannst kærastan hans ekki vera alveg nógu þétt í hlutverkinu. Mér fannst hún vera fjarlæg, en kannski var það þannig sem maður átti að skynja hana, þegar ég hugsa til þess þá get ég ekki ímyndað mér hana á annan máta. En ég veit það ekki það var allavega eitthvað sem gerði það að verkum að mér hálfleiddist stundum í atriðunum sem einblíndu á hana. Þau atriði sem gerðust á geðveikrarhælinu fannst mér flest vera vísanir í One flew over the cuckoo's nest. Geðlæknirinn sem sá um spítalann minnti óneitanlega á Nurse Ratched. Það var líka fyllerísatriði þar sem Martin hringdi á gleðikonur og sannfærði starfsmann á vakt að nú skyldu þeir halda ærleg partí. Endaði það með því að geðlæknirinn kom morguninn eftir og allt var í rúst. Þetta atriði var alveg mjög líkt atriði í OFOTCN og ég held að það fari ekki á milli mála að það hafi verið vísun í það.
Upprisan
Portúgölsk mynd sem stóð í bæklingnum að ætti að fjalla um missi. Ég gafst upp á henni eftir rúmar 40 mínútur. Hún var alveg svakalega hæg og oft á tíðum botnaði ég bara ekkert í því sem var í gangi. Það var vaðið úr einu í annað og það var erfitt að gera sér grein fyrir því hvað væri í gangi hverju sinni. Á þessum 40 mínútum voru ekki sögð nema kannski 20 orð, en annars ríkti bara þögn. Myndatakan var mjög flott en mér fannst close-up eiginlega vera ofnotað og það gerði það að verkum að ég átti erfitt með að gera mér grein fyrir atburðunum sem áttu sér stað. Ég ákvað að fara frekar heim og fá mér að borða en að láta mér leiðast í bíósalnum.
VIÐBÓT: Ég tók eftir því að morgun að Morgunblaðið gaf myndinni fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Ég veit ekki hvort að síðari hluti myndarinnar hafi verið það frábær að hún verðskuldaði þessa einkunn eða að gagngrýndandinn hafi séð eitthvað sem ég hreinlega tók ekki eftir. Svo er auðvitað smekkur fólks misjafn. En mér finnst samt oft að einhverskonar "Nýju fötin keisarans" heilkenni hrjái fólk þegar það horfir á myndir sem eiga að teljast "listrænar". Að því finnist myndin svona frábær hreinlega af því að upplýstu fólki á að finnast hún frábær. En ég veit ekki, þetta eru bara vangaveltur.
Rannsóknarmaðurinn
Ungversk mynd um fámála og svipbrigðasnauða krufningalækninn Tibor. Móðir Tibors er með krabbamein í beinmergnum og liggur deyjandi á spítala. Herbergisfélagi móður hans á spítalanum bendir honum á spítala í Svíþjóð þar sem hún getur fengið rétta meðhöndlun við sjúkdómnum. Hann sækir um en er synjað vegna peningaskorts. Stuttu síðar nálgast hann maður sem býður honum næga peninga fyrir aðgerðinni og meira til fyrir að fremja morð. Eftir að hann fremur morðið vakna spurningar og Tibor einsetur sér að komast að því hver það var sem lét hann fremja morðið og af hverju. Þessi mynd var mjög fyndin. Tibor er svo svipbrigðalaus og kaldur en samt einhvernveginn einlægur. Eina sem hægt er að gagnrýna er að seinni hluti myndarinnar er frekar langur og eiginlega bara frekar langdreginn en það er bætt um með góðu plotti í lokin og einkar skemmtilegu atriði sem gerist innan í höfðinu á Tibor. Í heildina litið var myndin bara afbragðsgóð skemmtun.
Monday, September 22, 2008
Tropic Thunder
Laugardagskvöldið síðasta fór ég á Tropic Thunder í Regnboganum. Bíómynd um leikara að leika í bíómynd. Gamanmyndakóngurinn Ben Stiller leikstýrir myndinni, en hann hefur leikið í gullmolum eins og The Royal Tenenbaums og There's Something About Mary og leikstýrt meðal annars The Cable Guy og Zoolander. Einnig framleiddi hann myndina og skrifaði í slagtogi við Justin Theroux og Etan Cohen (honum skal ekki vera ruglað saman Coen-bróðurinn nafna hans). Ég fór á myndina með nokkrar væntingar því ég hafði heyrt góða hluti um hana. Ég óttaðist jafnvel að hún ylli mér vonbrigðum eftir alla þessa uppbyggingu líkt og Hostel gerði hérna um árið og jafnvel Dark Knight sem var hálf-eyðilögð fyrir mér með því að segja að hún væri besta mynd sem gerð hafi verið. En ég varð ekki fyrir vonbrigðum með Tropic Thunder og hún reyndist bara vera stórgóð skemmtun.
Í upphafi myndarinnar voru fake trailerar líkt og í upphafi Planet Terror og Death Proof. Fyrst var sýnt tónlistarmyndbandið I Love Tha Pussy með rapparanum Alpa Chino sem er að kynna orkudrykkinn Booty Sweat og súkkulaðistykkin Bust-a-nut. Síðan er sýndur trailer að sjöttu myndinni í Scorched-hasarmyndaseríunni með útbrunna vöðvatröllinu Tugg Speedman sem leikið er af Ben Stiller. Því næst er sýndur trailer með heróínfíklinum Jeff "Fats" Portnoy (Jack Black) þar sem hann leikur öll hlutverkin í bíómynd um feitustu fjölskyldu Bandaríkjanna sem prumpar stanslaust. Loks er það trailer með Óskarsverðlaunaleikaranum Kirk Lazarus (Robert Downey Jr.) þar sem hann leikur samkynhneigðan munk í ástarsambandi við annan munk sem leikinn er af Tobey Maguire. Mér þótti þessir trailerar vera mjög sniðugir þar sem þeir voru ekki aðeins skemmtanagildisins vegna heldur þjónuðu þeir einnig þeim tilgangi að kynna leikarana.
Ferill Tugg Speedman er hraðri leið í ræsið. Hann er gjörsamlega búinn að blóðmjólka hasarmyndaseríunni sem skaut honum á stjörnuhimininn. Nú veitist honum gullið tækifæri að leika aðalhlutverk í sannsögulegri Víetnamstríðsmyndinni Tropic Thunder sem byggir á raunum herforingjans Four Leaf Tayback sem leikinn er af Nick Nolte. Myndin er prýdd stjörnunum sem komu fram í trailerunum. Helstan ber að nefna Kirk Lazarus sem er í hlutverki blökkumannsins Sgt. Osiris. Kirk Lazarus er method leikari og fór í húðlitunaraðgerð fyrir myndina. Eftir að risastór sprengingaratriði fer úrskeiðis fyrir sakir duttlunga leikarana blæs framleiðandinn (Tom Cruise) myndina af. En leikstjórinn er staðráðinn í ljúka gerð myndarinnar og fer með leikarana djúpt í frumskóga Víetnam kemur fyrir sprengiefnum í kringum þá en slysast til að stíga á jarðsprengju og deyr. Nú eru leikararnir einir eftir í frumskóginum og vita ekki hvort að allt sem gerist í kringum þá sé leikur eða alvara.
Eins og áður sagði þá er myndin prýðisskemmtun og sennilega besta mynd sem Ben Stiller hefur gert. Hvað myndin lýtur vel út setur hana upp á hærri stall en venjulegar hollywood-gamanmyndir og greinilegt að hún hefur kostað heilan helling. Robert Downey Jr. er mjög góður sem Kirk Lazarus og Tom Cruise kemur skemmtilega á óvart sem framleiðandinn.
Í upphafi myndarinnar voru fake trailerar líkt og í upphafi Planet Terror og Death Proof. Fyrst var sýnt tónlistarmyndbandið I Love Tha Pussy með rapparanum Alpa Chino sem er að kynna orkudrykkinn Booty Sweat og súkkulaðistykkin Bust-a-nut. Síðan er sýndur trailer að sjöttu myndinni í Scorched-hasarmyndaseríunni með útbrunna vöðvatröllinu Tugg Speedman sem leikið er af Ben Stiller. Því næst er sýndur trailer með heróínfíklinum Jeff "Fats" Portnoy (Jack Black) þar sem hann leikur öll hlutverkin í bíómynd um feitustu fjölskyldu Bandaríkjanna sem prumpar stanslaust. Loks er það trailer með Óskarsverðlaunaleikaranum Kirk Lazarus (Robert Downey Jr.) þar sem hann leikur samkynhneigðan munk í ástarsambandi við annan munk sem leikinn er af Tobey Maguire. Mér þótti þessir trailerar vera mjög sniðugir þar sem þeir voru ekki aðeins skemmtanagildisins vegna heldur þjónuðu þeir einnig þeim tilgangi að kynna leikarana.
Ferill Tugg Speedman er hraðri leið í ræsið. Hann er gjörsamlega búinn að blóðmjólka hasarmyndaseríunni sem skaut honum á stjörnuhimininn. Nú veitist honum gullið tækifæri að leika aðalhlutverk í sannsögulegri Víetnamstríðsmyndinni Tropic Thunder sem byggir á raunum herforingjans Four Leaf Tayback sem leikinn er af Nick Nolte. Myndin er prýdd stjörnunum sem komu fram í trailerunum. Helstan ber að nefna Kirk Lazarus sem er í hlutverki blökkumannsins Sgt. Osiris. Kirk Lazarus er method leikari og fór í húðlitunaraðgerð fyrir myndina. Eftir að risastór sprengingaratriði fer úrskeiðis fyrir sakir duttlunga leikarana blæs framleiðandinn (Tom Cruise) myndina af. En leikstjórinn er staðráðinn í ljúka gerð myndarinnar og fer með leikarana djúpt í frumskóga Víetnam kemur fyrir sprengiefnum í kringum þá en slysast til að stíga á jarðsprengju og deyr. Nú eru leikararnir einir eftir í frumskóginum og vita ekki hvort að allt sem gerist í kringum þá sé leikur eða alvara.
Eins og áður sagði þá er myndin prýðisskemmtun og sennilega besta mynd sem Ben Stiller hefur gert. Hvað myndin lýtur vel út setur hana upp á hærri stall en venjulegar hollywood-gamanmyndir og greinilegt að hún hefur kostað heilan helling. Robert Downey Jr. er mjög góður sem Kirk Lazarus og Tom Cruise kemur skemmtilega á óvart sem framleiðandinn.
Subscribe to:
Posts (Atom)