Ég fór á Sólskinsdreng daginn fyrir heimsókn Friðriks. Mér þótti hún góð. Í Byrjun þá hélt ég samt að þetta væri eitthvað bölvað Íslandsrúnk. Þau með Kela í íslenskri náttúru og svo fóru þau með hann í Bláa lónið og eitthvað. Mér fannst þetta eitthvað svo asnalegt. Fyrir hlé fannst mér hún líka vera svona lala. Ég var dáldið þreyttur og þrátt fyrir að ég hafði áhuga á að fylgjast með henni þá neita ég ekki að ég hafi dottað aðeins yfir henni. En í hléinu þá fór ég á salernið og göngutúrinn hlýtur að hafa hresst mig við því eftir hlé þá þurfti ég ekki einu sinni að einbeita mér að því að fylgjast með.
Ég var gjörsamlega heillaður af indversku konunni. Þolinmæðin sem hún býr yfir var alveg ótrúleg. Strákarnir sem voru með tölvurnar að tala um hvað þeir voru nú flottir voru líka skemmtilegir. En langbesti parturinn af myndinni var í lokin. Þegar Keli var að tjá sig í fyrsta skiptið. Það var svo mikilfenglegt að ég táraðist þegar ég sá það gerast maður. Alveg ótrúlegt líka að hann skuli hafa skilið ensku. En öll dramatíkin í lokin gerði þessa mynd frábæra. Ég man ekki hvort það hafi verið Siggi Palli sem sagði það eða Kínverski gaurinn sem ég sá einhvern fyrirlestur hjá á Riff að góð heimildarmynd þyrfti bara tvö eða þrjú frábær dramatísk atriði það sem kæmi á milli væri bara fyllingarefni. Þessi mynd hafði allavega eitt og eflaust fleiri. Myndin var líka mjög fræðandi. Margt þarna kom mér mjög á óvart. Svo var hún Temple líka mjög flott. Ég talaði við mömmu um þetta og hún hefur lesið bókina eftir hana. Þetta er víst alveg ótrúlegt líf sem hún hefur lifað.
Mér þótti heimsóknin hans Friðriks ágæt. Hann er greinilega mjög skemmtilegur maður. En hann talaði dáldið mikið bara um einhverfu og náttúrulega viðfangsefnin og svona en talaði svo lítið um gerð myndarinnar og bara kvikmyndagerð almennt. Það hefðu alveg mátt vera minni sögur af stráknum í bekknum hans sem var örugglega einhverfur og meira af umræðu um kvikmyndagerð. Persónulega þótti mér skemmtilegra að heyra sögurnar en við hefðum eflaust lært meira á því að tala við hann um hitt.
Sunday, January 25, 2009
2008 #2
Þá held ég áfram með listann minn.
M. Night Shyamalan mynd ársins var The Happening. Hún fékk alveg afar slæma dóma og ég hafði lesið nokkra áður en ég horfði á hana. Mér hefur alltaf þótt frekar mikið til mynda hans koma. Meira að segja til þeirra sem hafa fengið slæma gagnrýni. Til dæmis þótti mér the Village vera mjög góð og Lady in the water alveg ágæt líka. Bæði voru þetta eiginlega bara nútíma-ævintýri sem mér þótti mjög flott. The Happening þótti mér alveg sæmileg. Kannski dáldið erfitt plott en það gekk samt alveg ágætlega upp. Mér þykja bæði Mark Wahlberg og Zooey Deschanel vera skemmtilegir leikarar. Smáserían the Tin Man (frá sci-fi channel) með Deschanel í hlutverki Dóróteu fannst mér skemmtileg. En alla vega the happening var kannski ekki alveg jafn skemmtileg og hinar myndirnar hans en ég skemmti mér samt alveg ágætlega yfir henni. Ég varð alveg slatta hræddur. En ég verð líka yfirleitt frekar hræddur yfir svona myndum.
Vonbrigði ársins voru annað hvort Pineapple Express eða Indiana Jones. Báðar myndirnar þóttu mér alveg fínar en ég gerði svo gífurlegar væntingar til þeirra að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég bjóst við því til dæmis að Pineapple Express myndi færa þessar stónergamanmyndir upp á hærra plan en þeim tókst það ekki. Hún var alveg ágætlega fyndin og dáldið skemmtileg. Mér finnst líka Seth Rogen vera skemmtilegur. Hann er einhvern veginn fyndinn á svo áreynslulausan hátt. Það sem eyðilagði kannski pinku fyrir Pineapple Express hjá mér að ég var búinn að heyra frá einhevrjum að þetta væri bara alveg GEÐVEIK mynd en svo reyndist ekki vera. Ég var alla vega pinku svekktur. Indiana Jones hún var kannski meira sönn vonbrigði. Geimverur eiga ekki heima í Indiana Jones. Svo var atriðið með ísskápinn alveg rosalegt. Auðvitað þurfa atriði í svona myndum ekki endilega að vera raunveruleg en þetta var fannst mér full langt gengið. Svo var ég lika nýbúinn að horfa á allar hinar myndirnar í maraþoni kvöldið áður og ég var svekktur.
X-files myndin var ekki jafn vond og ég bjóst við. Ég hélt ég vissi alveg hvað ég væri að fara út í með því að horfa á hana en hún var ögn skárri en það. Þótt hún hafi kannski neglt síðasta naglann í líkkistu þessa þátta þá skildi hún kannski við þá með smá stolt. Fyrri myndin þarna X-files the movie eða ietthvað álíka var miklu betri að mér finnst. Hún var líka að einbeita sér að meginplottinu í X-files á meðan þessi mynd var bara eins og einhver stakur þáttur og kannski ekkert svo góður stakur þáttur. Hálf myndin fór líka í það að fá Mulder aftur til að vinna með FBI sem var frekar leiðinlegt. Annars var þessi mynd alveg fín ef ég væri að gefa henni einkunn myndi ég gefa henni 5.
Teiknimyndin var án efa Wall-E ég held að það hafi ekki komið nein önnur teiknimynd sem var eitthvað. Ég sá Óskarstilnefningarnar um daginn í mogganum og þá voru bara 3 myndir tilnefndar að mig minnir. Wall-E, Kung-Fu Panda og Bolt. Ég hef ekki séð Kung-Fu Panda og Bolt. Mig langar ekkert svo mikið til að sjá þær en þar sem ég hef ekki séð þær er ég ekkert dómbær. Wall-E var held ég bara eina teiknimyndin sem ég sá. En hún var samt algjör snilld. Ég held að ég hafi ekki verið svona djúpt snortinn af teiknimynd síðan bara Lion King eða eitthvað. Kannski skógardýrið húgó ég veit ekki. En allavega var Wall-E alveg æðisleg. Ég dýrka svona post-apocalyptic myndir og tölvuleiki og þessi mynd kom með svona dáldið öðruvísi sín á það. Ekki einhverjir menn með gasgrímur og vélbyssur að berjast við stökkbreytt skrímsli eftir risastórt kjarnorkuslys eða Zombie-árás, bara eitt lítið vélmenni á allri jörðinni. Hún var mjög krúttleg og hún var líka mjög djúp. Góð til að kenna börnum að hugsa vel um jörðina.
Dark Knight var alveg frábær. Ég horfði á hana aftur um síðustu helgi. Ég var samt með alveg gífurlegar væntingar til hennar og það eyðilagði kannski aðeins fyrir. Batman Begins kom mér aðeins meira á óvart. Mér þótti hún vera alveg frábær og hún situr meira í mér heldur en Dark Knight. Ég viðurkenni samt alveg að Dark Knight sé mun betri mynd og Heath Ledger var náttúrulega alveg frábær. Ég held að það viti það allir og allir séu sammála um það. En samt er ég á þeirri skoðun að Batman Begins hafi verið meiri brautryðjandi. Að mínu mati var það fyrsta almennilega Batmanmyndin. Þótt Dark Knight sé betri þá finnst mér Batman Begins skipta meira máli.
Vanmetnasta myndin fannst mér vera Be Kind Rewind. Mér fannst hún alveg stórskemmtileg. Leit mjög vel út og þegar ég hugsa um fyndnustu atriði ársins þá er “Chinese Bamboo is very strong” mér ofarlega í huga. Þetta var alveg frábær hugmynd og mjög vel útfærð. Jack Black var óvenjugóður og Mos Def er náttúrulega algjör snilld. Danny Glover er líka klassískur. Ég held að Danny Glover sé svona Morgan Freeman fátæka mannsins. Svona eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvort hún hafi verið vanmetin á heimsvísu eða bara í mínum vinahóp. Ég var allavega sá eini í þeirri bíóferð sem þótti hún góð. Allir sem með mér voru rökkuðu hana niður. Þetta var mjög frumleg mynd. Mér fannst líka eins og ég hafði heyrt nafnið Michel Gondry áður og núna þegar ég googla hann þá sé ég að hann gerði eternal sunshine of the spotless mind (fer ég með fleipur eða klippti valdís óskarsdóttir ekki þá mynd). En allavega þessar myndir eiga það sameiginlegt að hafa litið alveg svakalega vel út. Báðar einhvern veginn draumkenndar og bara mjög flottar.
James Bond mynd ársins var svo Quantum of Solace. Ég fór á hana eftir prófin og mér fannst hún bara allt í lagi. Í rauninni var hún voða svipuð og Casino Royale. Þó fannst mér eins og Casino Royale hafi verið með eitthvað sem Quantum hafði ekki. Það sem hrjáði eiginlega myndina var eiginlega hvað hún skipti oft um land og svæði. Einn daginn vorum við einhvers staðar á Ítalíu, síðan á Haítí, svo í Austurríki, svo í Bólivíu og svo í Eyðimörkinni í Bólivíu og að lokum í Rússlandi. Ég þurfi stuðning wikpedia til að muna alla þessa staði svo slæmt var það. Ég veit alveg á Bond-myndirnar eiga það til að vera svona en þetta var allt of mikið af hinu góða. Góðir punktar við myndina voru að Bondgellan var alveg gullfalleg og bardagaatriðin voru alveg frábær. Ofbeldið í henni var líka svo þurrt og hrátt og ógeðslegt að það var eiginlega alveg geggjað. En þótt að þetta hafi verið miðlungsbond þá þykir mér Daniel Craig vera mjög góður í hlutverkinu og gefur því einhvernveginn alveg nýja merkingu. Hann er miklu meiri svona killingmachine er til dæmis Brosnan.
En talandi um Brosnan þá má að lokum nefna að bíóferð ársins hafi án efa verið Mamma Mia! Singalong sýningin sem ég fór á í háskólabíói. Það er án efa skemmtilegasta bíóferð ég sem hef á ævi minni farið. Stóri salurinn fullur af syngjandi fólki (aðallega kvenfólki) allt að syngja hástöfum með þessari mynd. Myndin sjálf var líka mjög fín og söngatriðið með Pierce Brosnan var algjör SNILLD.. Það voru ótrúlega margir frábærir leikarar í henni og hún var mjög hress og tók sjálfa sig kannski ekki mjög alvarlega. Söngatriðið með Pierce Brosnan var algjör SNILLD. Það kemur mér alla vega ekkert á óvart að þetta hafi verið vinsælasta myndin þetta árið á Íslandi.
Ég ætlaði líka að skrifa um bæði stuttmyndahátíðina og RIFF. En ég ætla að reyna að skrifa líka færslu um Sólskinsdreng í kvöld og ég er ekki viss um að ég meiki að skrifa aðra færslu um árið 2008. Þetta er alveg orðið meira en nóg.
M. Night Shyamalan mynd ársins var The Happening. Hún fékk alveg afar slæma dóma og ég hafði lesið nokkra áður en ég horfði á hana. Mér hefur alltaf þótt frekar mikið til mynda hans koma. Meira að segja til þeirra sem hafa fengið slæma gagnrýni. Til dæmis þótti mér the Village vera mjög góð og Lady in the water alveg ágæt líka. Bæði voru þetta eiginlega bara nútíma-ævintýri sem mér þótti mjög flott. The Happening þótti mér alveg sæmileg. Kannski dáldið erfitt plott en það gekk samt alveg ágætlega upp. Mér þykja bæði Mark Wahlberg og Zooey Deschanel vera skemmtilegir leikarar. Smáserían the Tin Man (frá sci-fi channel) með Deschanel í hlutverki Dóróteu fannst mér skemmtileg. En alla vega the happening var kannski ekki alveg jafn skemmtileg og hinar myndirnar hans en ég skemmti mér samt alveg ágætlega yfir henni. Ég varð alveg slatta hræddur. En ég verð líka yfirleitt frekar hræddur yfir svona myndum.
Vonbrigði ársins voru annað hvort Pineapple Express eða Indiana Jones. Báðar myndirnar þóttu mér alveg fínar en ég gerði svo gífurlegar væntingar til þeirra að ég varð fyrir vonbrigðum. Ég bjóst við því til dæmis að Pineapple Express myndi færa þessar stónergamanmyndir upp á hærra plan en þeim tókst það ekki. Hún var alveg ágætlega fyndin og dáldið skemmtileg. Mér finnst líka Seth Rogen vera skemmtilegur. Hann er einhvern veginn fyndinn á svo áreynslulausan hátt. Það sem eyðilagði kannski pinku fyrir Pineapple Express hjá mér að ég var búinn að heyra frá einhevrjum að þetta væri bara alveg GEÐVEIK mynd en svo reyndist ekki vera. Ég var alla vega pinku svekktur. Indiana Jones hún var kannski meira sönn vonbrigði. Geimverur eiga ekki heima í Indiana Jones. Svo var atriðið með ísskápinn alveg rosalegt. Auðvitað þurfa atriði í svona myndum ekki endilega að vera raunveruleg en þetta var fannst mér full langt gengið. Svo var ég lika nýbúinn að horfa á allar hinar myndirnar í maraþoni kvöldið áður og ég var svekktur.
X-files myndin var ekki jafn vond og ég bjóst við. Ég hélt ég vissi alveg hvað ég væri að fara út í með því að horfa á hana en hún var ögn skárri en það. Þótt hún hafi kannski neglt síðasta naglann í líkkistu þessa þátta þá skildi hún kannski við þá með smá stolt. Fyrri myndin þarna X-files the movie eða ietthvað álíka var miklu betri að mér finnst. Hún var líka að einbeita sér að meginplottinu í X-files á meðan þessi mynd var bara eins og einhver stakur þáttur og kannski ekkert svo góður stakur þáttur. Hálf myndin fór líka í það að fá Mulder aftur til að vinna með FBI sem var frekar leiðinlegt. Annars var þessi mynd alveg fín ef ég væri að gefa henni einkunn myndi ég gefa henni 5.
Teiknimyndin var án efa Wall-E ég held að það hafi ekki komið nein önnur teiknimynd sem var eitthvað. Ég sá Óskarstilnefningarnar um daginn í mogganum og þá voru bara 3 myndir tilnefndar að mig minnir. Wall-E, Kung-Fu Panda og Bolt. Ég hef ekki séð Kung-Fu Panda og Bolt. Mig langar ekkert svo mikið til að sjá þær en þar sem ég hef ekki séð þær er ég ekkert dómbær. Wall-E var held ég bara eina teiknimyndin sem ég sá. En hún var samt algjör snilld. Ég held að ég hafi ekki verið svona djúpt snortinn af teiknimynd síðan bara Lion King eða eitthvað. Kannski skógardýrið húgó ég veit ekki. En allavega var Wall-E alveg æðisleg. Ég dýrka svona post-apocalyptic myndir og tölvuleiki og þessi mynd kom með svona dáldið öðruvísi sín á það. Ekki einhverjir menn með gasgrímur og vélbyssur að berjast við stökkbreytt skrímsli eftir risastórt kjarnorkuslys eða Zombie-árás, bara eitt lítið vélmenni á allri jörðinni. Hún var mjög krúttleg og hún var líka mjög djúp. Góð til að kenna börnum að hugsa vel um jörðina.
Dark Knight var alveg frábær. Ég horfði á hana aftur um síðustu helgi. Ég var samt með alveg gífurlegar væntingar til hennar og það eyðilagði kannski aðeins fyrir. Batman Begins kom mér aðeins meira á óvart. Mér þótti hún vera alveg frábær og hún situr meira í mér heldur en Dark Knight. Ég viðurkenni samt alveg að Dark Knight sé mun betri mynd og Heath Ledger var náttúrulega alveg frábær. Ég held að það viti það allir og allir séu sammála um það. En samt er ég á þeirri skoðun að Batman Begins hafi verið meiri brautryðjandi. Að mínu mati var það fyrsta almennilega Batmanmyndin. Þótt Dark Knight sé betri þá finnst mér Batman Begins skipta meira máli.
Vanmetnasta myndin fannst mér vera Be Kind Rewind. Mér fannst hún alveg stórskemmtileg. Leit mjög vel út og þegar ég hugsa um fyndnustu atriði ársins þá er “Chinese Bamboo is very strong” mér ofarlega í huga. Þetta var alveg frábær hugmynd og mjög vel útfærð. Jack Black var óvenjugóður og Mos Def er náttúrulega algjör snilld. Danny Glover er líka klassískur. Ég held að Danny Glover sé svona Morgan Freeman fátæka mannsins. Svona eftir á að hyggja þá veit ég ekki hvort hún hafi verið vanmetin á heimsvísu eða bara í mínum vinahóp. Ég var allavega sá eini í þeirri bíóferð sem þótti hún góð. Allir sem með mér voru rökkuðu hana niður. Þetta var mjög frumleg mynd. Mér fannst líka eins og ég hafði heyrt nafnið Michel Gondry áður og núna þegar ég googla hann þá sé ég að hann gerði eternal sunshine of the spotless mind (fer ég með fleipur eða klippti valdís óskarsdóttir ekki þá mynd). En allavega þessar myndir eiga það sameiginlegt að hafa litið alveg svakalega vel út. Báðar einhvern veginn draumkenndar og bara mjög flottar.
James Bond mynd ársins var svo Quantum of Solace. Ég fór á hana eftir prófin og mér fannst hún bara allt í lagi. Í rauninni var hún voða svipuð og Casino Royale. Þó fannst mér eins og Casino Royale hafi verið með eitthvað sem Quantum hafði ekki. Það sem hrjáði eiginlega myndina var eiginlega hvað hún skipti oft um land og svæði. Einn daginn vorum við einhvers staðar á Ítalíu, síðan á Haítí, svo í Austurríki, svo í Bólivíu og svo í Eyðimörkinni í Bólivíu og að lokum í Rússlandi. Ég þurfi stuðning wikpedia til að muna alla þessa staði svo slæmt var það. Ég veit alveg á Bond-myndirnar eiga það til að vera svona en þetta var allt of mikið af hinu góða. Góðir punktar við myndina voru að Bondgellan var alveg gullfalleg og bardagaatriðin voru alveg frábær. Ofbeldið í henni var líka svo þurrt og hrátt og ógeðslegt að það var eiginlega alveg geggjað. En þótt að þetta hafi verið miðlungsbond þá þykir mér Daniel Craig vera mjög góður í hlutverkinu og gefur því einhvernveginn alveg nýja merkingu. Hann er miklu meiri svona killingmachine er til dæmis Brosnan.
En talandi um Brosnan þá má að lokum nefna að bíóferð ársins hafi án efa verið Mamma Mia! Singalong sýningin sem ég fór á í háskólabíói. Það er án efa skemmtilegasta bíóferð ég sem hef á ævi minni farið. Stóri salurinn fullur af syngjandi fólki (aðallega kvenfólki) allt að syngja hástöfum með þessari mynd. Myndin sjálf var líka mjög fín og söngatriðið með Pierce Brosnan var algjör SNILLD.. Það voru ótrúlega margir frábærir leikarar í henni og hún var mjög hress og tók sjálfa sig kannski ekki mjög alvarlega. Söngatriðið með Pierce Brosnan var algjör SNILLD. Það kemur mér alla vega ekkert á óvart að þetta hafi verið vinsælasta myndin þetta árið á Íslandi.
Ég ætlaði líka að skrifa um bæði stuttmyndahátíðina og RIFF. En ég ætla að reyna að skrifa líka færslu um Sólskinsdreng í kvöld og ég er ekki viss um að ég meiki að skrifa aðra færslu um árið 2008. Þetta er alveg orðið meira en nóg.
2008
Jæja, þá er það að gera upp árið 2008. Ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að nálgast þetta. Hvort ég eigi að gera lista yfir bestu myndirnar og verstu myndirnar eða eitthvað annað. Ætli ég fjalli ekki bara um þær myndir sem eru mér minnisstæðastar frá árinu 2008.
Fyrsta bíóferðin sem ég man eftir var 24. febrúar. Ástæða þess að ég man dagsetninguna var að þetta kvöld voru Óskarsverðlaunin afhend og ég var í vafa hvort ég ætti að sjá There will be blood eða No country for old men. Þar sem ég er nokkur aðdáandi Coenbræðranna varð No country for old men fyrir valinu. Mér fannst hún alveg frábær og kom mér ekki á óvart þegar ég sá seinna um kvöldið að hún hafi hlotið Óskarsverðlaunin. Þegar ég skrifa þetta þá man ég þó að ég á enn eftir að sjá There will be blood, sem er synd. Enn ein myndin komin á listann.
Aðra mynd, sem var að mig minnir líka tilnefnd, sá ég aðeins fyrr. Það var Juno. Ég var ekki alveg jafn dolfallinn yfir þeirri mynd og Coenmyndinni. Þó fannst mér hún alveg ágæt. Sagan var sniðug og ágætlega útfærð en mér fannst persónan Juno vera eitthvað svo tilgerðarleg. Eiginlega frekar gervilegt hvernig hún tókst á við vandann. En svo sá ég myndina í annað skiptið í sumar og þá rann eiginlega upp fyrir mér að kannski var þetta vegna þess að maður er ekki vanur svona kvenkyns karakterum í Hollywoodmyndum. Ég er ekki viss enn þá hvort ég elski hana eða hata hana. Ætli ég verði ekki að horfa á myndina einu sinni í viðbót til að útkljá það.
Næsta mynd sem mér dettur í hug gæti verið sú mynd sem kom mér mest á óvart á þessu ári var The Mist. Ég minnsti þess enn með hryllingi þegar ég gerði þau mistök að sjá endurgerðina af the Fog sem kom út fyrir nokkrum árum. Eina ástæða þess að ég sá hana var að ég hafði einhvern tímann séð upprunalegu útgáfuna og minnti að hún hefði verið alveg fín. En endurgerðin var mjög slæm. Einhverra hluta vegna hélt ég að the Mist væri önnur endurgerð af myndinni (sennilega út af nafninu?) en ég hafði lesið ágætis hluti um hana og ákvað að láta til leiðast. Þetta er allt önnur saga en the Fog og mér fannst myndin vera algjör snilld. Sennilega var það vegna þess hve litlar væntingar ég gerði til hennar en þær voru sama og engar. Þoka leggst yfir lítinn bæ og skrítnir hlutir fara að gerast í henni. Hópur fólks flýr inn í matvöruverslun og þar verður eitthvað valdabrölt. Síðan kemur í ljós að það eru einhver skrímsli í þokunni og svona eins og gengur og gerist. Endirinn á myndinni þótti mér líka algjör snilld og átti alls ekki von á honum. Ég ætla samt ekki að spoila honum, en hann er samt algjör snilld.
Önnur mynd sem kom mér á óvart var In Bruges. Ég veit ekkert af hverju ég ákvað að sjá hana. En einhverra hluta vegna þá endaði ég í bíósal á In Bruges einhvern tímann síðasta vor. Hún var á einhvern hátt svipuð og Snatch og Lock Stock og þannig myndir en risti einhvern veginn dýpra en það og var ekki bara svartur gamanhasar. Það voru miklu meiri tilfinningar í gangi og staðsetningin gerði hana miklu dularfyllri en fyrrnefndar myndir. Þessi dularfulli bragur og hvernig myndin leit út, svo litlaus og mött, gerði það að verkum að manni leið eins og maður væri fullur í bíó.
Skemmtilegasta gamanmyndin er annað hvort Forgetting Sarah Marshall eða Tropic Thunder. Allavega af þeim sem ég man eftir. Mér hefur alltaf þótt rómantískar gamanmyndir vera mjög góðar og ég er mikill aðdáandi af öllu þessu sem Judd Apatow er að gera. Þótt myndirnar sem hann framleiðir séu oft misjafnar þá eru þessar vönduðu oftast gullmolar. Forgetting Sarah Marshall fannst mér ein af þeim myndum. Jason Segel var mjög góður í myndinni og þótt maður hafi kannski ekki hlegið neitt rosalega mikið þá var hún bara eitthvað svo skemmtileg. Eini slæmi hluturinn fannst mér að þessi sem leikur Veronica Mars hafi verið í henni. Hún fer alltaf eitthvað í taugarnar á mér og breski rokkarinn fór líka aðeins í taugarnar á mér þótt ég hafi kannski aðeins lært að meta hann þegar leið á myndina. En Jason Segel var skemmtilegur og Mila Kunis líka og hún er líka svo falleg. Svo fannst mér besta persónan í myndinni vera Paul Rudd sem brimbrettakennarinn, mér hefur alltaf þótt mikið til hans koma og hann brást ekki í þessu hlutverki.
Ég hef skrifað færslu áður á þessu bloggi um Tropic Thunder. Hún var svona gamanmynd sem er geðveikt fyndin og þegar ég hugsa um það núna þá var hún miklu fyndnari en Forgetting Sarah Marshall. En þar sem ég er svo mikið fyrir rómantískar gamanmyndir þá ætla ég að hafa þær saman á toppnum. En Tropic Thunder var mjög fyndin, alveg svona illt í maganum fyndin oft á tíðum og ég kann að meta þannig myndir. Ég man að fyrsta svona myndin sem ég man eftir að hafa séð var Rocket Man, þá var ég lasinn og ég varð eiginlega bara frískur á því að sjá hana af því að mér þótti hún svo fyndin. En ég nenni eiginlega ekki að vera skrifa meira um Tropic Thunder. Hún er einhversstaðar neðar á blogginu þannig ég læt það bara vera.
Guilty Pleasure ársins er klárlega the Bucket List. Morgan Freeman og Jack Nicholson leika tvo gamla kalla sem eru að deyja í mynd fyrir gamalt fólk. Auk þess er hún leikstýrð af Rob Reiner sem gerði Sleepless in Seattle og í rauninni minnist ég hans bara fyrir þá slæmu útreið sem hann fékk í einhverjum South Park-þætti (ég hef samt ekki séð Spinal Tap en hef heyrt að hún á að vera góð). En Bucket List er alveg ekta svona drama eitthvað sem amma mín myndi líka. En Jack Nicholson og Morgan Freeman eru alveg frábærir og manni hlýnar um hjartarætur að hinn sálarlausa moldríka einfara sem Nicholson leikur mýkjast og bindast djúpum vináttuböndum við fátæka verkamanninn hans Freemans. Þetta er svona saga sem maður tárast yfir en síðan þegar maður kemur út úr bíósalnum þá afneitar maður því hvað hún var falleg og fer umsvifalaust að tala um hvað þetta hafi verið hallærislegt og asnalegt. En núna er ég eiginlega að viðurkenna að mér þótti hún vera bara virkilega góð og hún kveikir þann vonarneista í hjarta manns að kannski er bara allt í lagi að verða gamall.
Núna er ég búinn að skrifa allt of mikið og enn eru alveg nokkrar myndir eftir á listanum yfir þessar minnisstæðu myndir sem ég gerði í morgun. Nokkrar þeirra eru eiginlega alveg ómissandi svo ég hef ákveðið að reyna að skrifa aðra færslu í kvöld með fleiri myndum. Ísak.
Fyrsta bíóferðin sem ég man eftir var 24. febrúar. Ástæða þess að ég man dagsetninguna var að þetta kvöld voru Óskarsverðlaunin afhend og ég var í vafa hvort ég ætti að sjá There will be blood eða No country for old men. Þar sem ég er nokkur aðdáandi Coenbræðranna varð No country for old men fyrir valinu. Mér fannst hún alveg frábær og kom mér ekki á óvart þegar ég sá seinna um kvöldið að hún hafi hlotið Óskarsverðlaunin. Þegar ég skrifa þetta þá man ég þó að ég á enn eftir að sjá There will be blood, sem er synd. Enn ein myndin komin á listann.
Aðra mynd, sem var að mig minnir líka tilnefnd, sá ég aðeins fyrr. Það var Juno. Ég var ekki alveg jafn dolfallinn yfir þeirri mynd og Coenmyndinni. Þó fannst mér hún alveg ágæt. Sagan var sniðug og ágætlega útfærð en mér fannst persónan Juno vera eitthvað svo tilgerðarleg. Eiginlega frekar gervilegt hvernig hún tókst á við vandann. En svo sá ég myndina í annað skiptið í sumar og þá rann eiginlega upp fyrir mér að kannski var þetta vegna þess að maður er ekki vanur svona kvenkyns karakterum í Hollywoodmyndum. Ég er ekki viss enn þá hvort ég elski hana eða hata hana. Ætli ég verði ekki að horfa á myndina einu sinni í viðbót til að útkljá það.
Næsta mynd sem mér dettur í hug gæti verið sú mynd sem kom mér mest á óvart á þessu ári var The Mist. Ég minnsti þess enn með hryllingi þegar ég gerði þau mistök að sjá endurgerðina af the Fog sem kom út fyrir nokkrum árum. Eina ástæða þess að ég sá hana var að ég hafði einhvern tímann séð upprunalegu útgáfuna og minnti að hún hefði verið alveg fín. En endurgerðin var mjög slæm. Einhverra hluta vegna hélt ég að the Mist væri önnur endurgerð af myndinni (sennilega út af nafninu?) en ég hafði lesið ágætis hluti um hana og ákvað að láta til leiðast. Þetta er allt önnur saga en the Fog og mér fannst myndin vera algjör snilld. Sennilega var það vegna þess hve litlar væntingar ég gerði til hennar en þær voru sama og engar. Þoka leggst yfir lítinn bæ og skrítnir hlutir fara að gerast í henni. Hópur fólks flýr inn í matvöruverslun og þar verður eitthvað valdabrölt. Síðan kemur í ljós að það eru einhver skrímsli í þokunni og svona eins og gengur og gerist. Endirinn á myndinni þótti mér líka algjör snilld og átti alls ekki von á honum. Ég ætla samt ekki að spoila honum, en hann er samt algjör snilld.
Önnur mynd sem kom mér á óvart var In Bruges. Ég veit ekkert af hverju ég ákvað að sjá hana. En einhverra hluta vegna þá endaði ég í bíósal á In Bruges einhvern tímann síðasta vor. Hún var á einhvern hátt svipuð og Snatch og Lock Stock og þannig myndir en risti einhvern veginn dýpra en það og var ekki bara svartur gamanhasar. Það voru miklu meiri tilfinningar í gangi og staðsetningin gerði hana miklu dularfyllri en fyrrnefndar myndir. Þessi dularfulli bragur og hvernig myndin leit út, svo litlaus og mött, gerði það að verkum að manni leið eins og maður væri fullur í bíó.
Skemmtilegasta gamanmyndin er annað hvort Forgetting Sarah Marshall eða Tropic Thunder. Allavega af þeim sem ég man eftir. Mér hefur alltaf þótt rómantískar gamanmyndir vera mjög góðar og ég er mikill aðdáandi af öllu þessu sem Judd Apatow er að gera. Þótt myndirnar sem hann framleiðir séu oft misjafnar þá eru þessar vönduðu oftast gullmolar. Forgetting Sarah Marshall fannst mér ein af þeim myndum. Jason Segel var mjög góður í myndinni og þótt maður hafi kannski ekki hlegið neitt rosalega mikið þá var hún bara eitthvað svo skemmtileg. Eini slæmi hluturinn fannst mér að þessi sem leikur Veronica Mars hafi verið í henni. Hún fer alltaf eitthvað í taugarnar á mér og breski rokkarinn fór líka aðeins í taugarnar á mér þótt ég hafi kannski aðeins lært að meta hann þegar leið á myndina. En Jason Segel var skemmtilegur og Mila Kunis líka og hún er líka svo falleg. Svo fannst mér besta persónan í myndinni vera Paul Rudd sem brimbrettakennarinn, mér hefur alltaf þótt mikið til hans koma og hann brást ekki í þessu hlutverki.
Ég hef skrifað færslu áður á þessu bloggi um Tropic Thunder. Hún var svona gamanmynd sem er geðveikt fyndin og þegar ég hugsa um það núna þá var hún miklu fyndnari en Forgetting Sarah Marshall. En þar sem ég er svo mikið fyrir rómantískar gamanmyndir þá ætla ég að hafa þær saman á toppnum. En Tropic Thunder var mjög fyndin, alveg svona illt í maganum fyndin oft á tíðum og ég kann að meta þannig myndir. Ég man að fyrsta svona myndin sem ég man eftir að hafa séð var Rocket Man, þá var ég lasinn og ég varð eiginlega bara frískur á því að sjá hana af því að mér þótti hún svo fyndin. En ég nenni eiginlega ekki að vera skrifa meira um Tropic Thunder. Hún er einhversstaðar neðar á blogginu þannig ég læt það bara vera.
Guilty Pleasure ársins er klárlega the Bucket List. Morgan Freeman og Jack Nicholson leika tvo gamla kalla sem eru að deyja í mynd fyrir gamalt fólk. Auk þess er hún leikstýrð af Rob Reiner sem gerði Sleepless in Seattle og í rauninni minnist ég hans bara fyrir þá slæmu útreið sem hann fékk í einhverjum South Park-þætti (ég hef samt ekki séð Spinal Tap en hef heyrt að hún á að vera góð). En Bucket List er alveg ekta svona drama eitthvað sem amma mín myndi líka. En Jack Nicholson og Morgan Freeman eru alveg frábærir og manni hlýnar um hjartarætur að hinn sálarlausa moldríka einfara sem Nicholson leikur mýkjast og bindast djúpum vináttuböndum við fátæka verkamanninn hans Freemans. Þetta er svona saga sem maður tárast yfir en síðan þegar maður kemur út úr bíósalnum þá afneitar maður því hvað hún var falleg og fer umsvifalaust að tala um hvað þetta hafi verið hallærislegt og asnalegt. En núna er ég eiginlega að viðurkenna að mér þótti hún vera bara virkilega góð og hún kveikir þann vonarneista í hjarta manns að kannski er bara allt í lagi að verða gamall.
Núna er ég búinn að skrifa allt of mikið og enn eru alveg nokkrar myndir eftir á listanum yfir þessar minnisstæðu myndir sem ég gerði í morgun. Nokkrar þeirra eru eiginlega alveg ómissandi svo ég hef ákveðið að reyna að skrifa aðra færslu í kvöld með fleiri myndum. Ísak.
Subscribe to:
Posts (Atom)